Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   fös 25. apríl 2025 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliði Aftureldingar á förum - „Lentum á mjög einmanalegum stað"
Kvenaboltinn
Sigrún Eva.
Sigrún Eva.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigrún Eva Sigurðardóttir, fyrirliði Aftureldingar, verður ekki með liðinu í sumar og er á förum frá Aftureldingu fyrir gluggalok. Þetta staðfestir hún í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sigrún Eva (2002) gekk í raðir Aftureldingar fyrir tímabilið 2022 og tímabilið í ár hefði því verið hennar fjórða í Mosó. Hún er uppalin hjá ÍA og á að baki 180 meistaraflokksleiki og 15 mörk.

Hún er sóknarsinnaður miðjumaður sem var á sínum tíma í unglingalandsliðunum.

Í spánni var birt áhugavert viðtal við þjálfarann Perry Mclachlan. Þar talaði hann um vöntun á stjórn í kringum kvennaliðið langt fram eftir vetri.

„Við lentum á mjög einmanalegum stað frá september til mars, þar sem engin stjórn var fyrir ofan kvennaliðið. Það var þannig þangað til á síðastliðnum vikum, en ný stjórn hefur gert allt sem hún getur núna til að hjálpa," sagði Perry.

„Við fengum mjög lítinn pening til að fá leikmenn í staðinn fyrir þá leikmenn sem við höfðum misst. Íslenski markaðurinn er líka erfiður þegar við erum að bjóða lægri laun en félögin sem við erum að keppa við. Okkur hefur tekist að endurbyggja hópinn á þann hátt að það veitir jafnvægi; mikil áhersla hefur verið lögð á að fá yngri leikmenn til að hugsa um framtíð félagsins."

„Stöðurnar sem við bentum fyrst á var markvörður og markaskorari. Það er mjög erfitt að fá þannig leikmenn á íslenska markaðnum. Þannig að við leituðum til útlanda. Við skoðuðum um 50 leikmenn til að finna þá sem voru með EU vegabréf. Við fengum bara grænt ljós á markvörðinn en að hafa ekki stjórn fyrir kvennaliðið á þeim tíma þýddi að það féll í gegn. Mín skoðun er sú að ef okkur hefði verið leyft að bæta við því sem við höfðum beðið um þá værum við á allt öðrum stað núna. Ekki það að útlendingar skipti öllu máli, en þú sérð hvaða áhrif þeir hafa."


Viðtalið í heild má nálgast hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner