Ryan Giggs, fyrrum leikmaður og þjálfari Man Utd, er mjög ánægður með Rúben Amorim en vill að Marcus Rashford yfirgefi félagið.
Giggs lék allan sinn feril hjá United og var síðan í þjálfarateymi liðsins frá 2014-2016. Hann ræddi við Rio Ferdinand, fyrrum liðsfélaga sinn hjá United.
Giggs lék allan sinn feril hjá United og var síðan í þjálfarateymi liðsins frá 2014-2016. Hann ræddi við Rio Ferdinand, fyrrum liðsfélaga sinn hjá United.
„Ég kann vel við stjórann. Hann er heillandi, hann þarf tíma, þarf nokkra félagaskiptaglugga. Hann þarf aðstoð við að sjá hvað Man Utd leikmaður stendur fyrir," sagði Giggs.
Giggs var í þjálfarateymi United þegar Rashford tók sín fyrstu skref með aðalliðinu árið 2015. Rashford er á láni hjá Aston Villa sem stendur.
„Hann leit út fyrir að vera ekki ánægður hjá United. Hann lítur út fyrir að vera ánægður núna. Fyrir Marcus og Man Utd held ég að það sé best að fara í sitthvora áttina. Hann er frábær leikmaður en ég veit ekki fyir hvern," sagði Giggs.
Athugasemdir