Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 25. maí 2019 15:58
Oddur Stefánsson
Skotland: Celtic bikarmeistari þriðja árið í röð
Úrslit skoska bikarsins fór fram í dag og var heldur betur spenna. Celtic og Hearts áttust við.

Í fyrri hálfleik voru liðin varkár og ekki mikið gerðist en strax í seinni hálfleik fóru hlutirnir af stað.

Á 52. mínútu kom Ryan Edwards Hearts yfir. Forystan entist ekki lengi því á 61. mínútu fékk Celtic víti og Odsonne Edouard jafnaði metin.

Síðan á 82. mínútu var Odsonne Edouard aftur á ferðinni og kom Celtic yfir.

Úrslitin þýða að Celtic vinnur sína þriðju þrennu á þrem árum sem er magnað afrek.



Athugasemdir