Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 25. maí 2020 10:00
Brynjar Ingi Erluson
„Chelsea þarf Havertz frekar en Coutinho"
Frank Leboueuf, fyrrum leikmaður Chelsea á Englandi, segir að félagið eigi að reyna að fá Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í sumar í stað þess að eltast við Philippe Coutinho.

Havertz er aðeins 20 ára gamall en hann hefur komið að fimmtán mörkum hjá Leverkusen á þessari leiktíð í deildinni.

Hann er einn efnilegasti leikmaður Þýskalands um þessar mundir en hann hefur vakið áhuga liða á Englandi. Hann hefur verið orðaður við Liverpool, Manchester United og fleiri stórlið en Lebouef vill að Chelsea kaupi hann.

„Ég er hrifinn af því hvað hann er þroskaður á vellinum. Hann lítur út fyrir að vera 30 ára gamall og eins og hann viti nákvæmlega hvað hann á að gera og hvenær hann á að gera hlutina," sagði Leboueuf.

„Hann er leikstjórnandinn í þessu liði og ég talaði um hann í siðustu viku. Þetat er klárlega leikmaður sem ég myndi vilja hafa í mínu liði. Við töluðum um Coutinho til Chelsea en þegar maður sér Havertz þá er það ljóst að hann fer í ensku úrvalsdeildina bráðlega. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner