Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. maí 2020 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Tottenham gæti keypt Coutinho
Philippe Coutinho gæti farið til Tottenham
Philippe Coutinho gæti farið til Tottenham
Mynd: Getty Images
Paul Robinson, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur, telur félagið enn vera í baráttunni um Philippe Coutinho.

Coutinho er á láni frá Barcelona hjá Bayern München en ljóst er að þýska félagið ætlar ekki að kaupa hann frá spænska félaginu í sumar.

Barcelona er reiðubúið að selja Coutinho en mörg félög á Englandi hafa sýnt honum áhuga. Arsenal, Chelsea og Tottenham eru sögð í baráttunni um hann.

„Markaðurinn verður erfiður í sumar en það verður samt hreyfing á leikmönnum. Ég get séð Tottenham ganga frá kaupum á honum," sagði Robinson.

„Bayern ákvað að nýta ekki kaupréttinn á honum og hann klárlega ekki í plönum Barcelona og hefur ekki verið undanfarið þannig ég sé hann fyrir mér fara í ensku úrvalsdeildina og hann yrði frábær kaup fyrir Tottenham."

„Hann hefur ekki alveg náð að aðlaga sig frá því hann fór frá Englandi og hann er klárlega leikmaður sem hentar deildinni. Deildin er sterkari með hann innanborðs,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner