Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   mið 25. maí 2022 20:25
Gunnar Bjartur Huginsson
Andri Rúnar: Seinni hálfleikurinn var mjög góður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Seinni hálfleikurinn var mjög góður fannst mér, svo fengum við reyndar þetta mark á okkur í byrjun en síðan tókum við svolítið yfir og sýndum góðan karakter í að pressa þá niður og vorum nálægt því að jafna í lokin en það er erfitt 10 á móti 11", sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður ÍBV eftir svekkjandi 2-1 tap í Mjólkurbikar karla gegn Fylki.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Við vorum búnir að grafa okkur í smá holu, vorum einum færri en sýndum smá karakter þarna og sýndum að við getum þetta".

Byrjun ÍBV á Íslandsmótinu hefur ekki verið góð og nú er morgunljóst að þeir geti ekki gert tilkall til sigurs í Mjólkurbikarnum. Leikið var á Wurth vellinum en leikar enduðu með 2-1 sigri Fylkis. Tómas Bent fékk rautt spjald snemma leiks sem breytti gangi leiksins. Eyjamenn gáfust þó ekki upp og voru virkilega góðir í seinni hálfleik og sýndu karakter en það dugði ekki til.

„Við náðum að pressa vel og vorum svolítið hugrakkir varnarlega og vorum að stíga hátt upp og taka smá sénsa og sýndum að það hentar okkur bara vel". 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 



Athugasemdir
banner
banner
banner