Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   mið 25. maí 2022 20:25
Gunnar Bjartur Huginsson
Andri Rúnar: Seinni hálfleikurinn var mjög góður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Seinni hálfleikurinn var mjög góður fannst mér, svo fengum við reyndar þetta mark á okkur í byrjun en síðan tókum við svolítið yfir og sýndum góðan karakter í að pressa þá niður og vorum nálægt því að jafna í lokin en það er erfitt 10 á móti 11", sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður ÍBV eftir svekkjandi 2-1 tap í Mjólkurbikar karla gegn Fylki.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Við vorum búnir að grafa okkur í smá holu, vorum einum færri en sýndum smá karakter þarna og sýndum að við getum þetta".

Byrjun ÍBV á Íslandsmótinu hefur ekki verið góð og nú er morgunljóst að þeir geti ekki gert tilkall til sigurs í Mjólkurbikarnum. Leikið var á Wurth vellinum en leikar enduðu með 2-1 sigri Fylkis. Tómas Bent fékk rautt spjald snemma leiks sem breytti gangi leiksins. Eyjamenn gáfust þó ekki upp og voru virkilega góðir í seinni hálfleik og sýndu karakter en það dugði ekki til.

„Við náðum að pressa vel og vorum svolítið hugrakkir varnarlega og vorum að stíga hátt upp og taka smá sénsa og sýndum að það hentar okkur bara vel". 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 



Athugasemdir