Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 07:35
Elvar Geir Magnússon
Arsenal reynir að styrkja sóknina - Tuchel fær að eyða í sumar
Powerade
Arsenal hefur áhuga á Osimhen.
Arsenal hefur áhuga á Osimhen.
Mynd: Getty Images
Raphinha vill fara til Barcelona.
Raphinha vill fara til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Calvin Ramsay í leik á Laugardalsvelli.
Calvin Ramsay í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ferdinand segir að United ætti að kaupa Aarons.
Ferdinand segir að United ætti að kaupa Aarons.
Mynd: Getty Images
Osimhen, Jesus, Raphinha, Suarez, Bale, Cavani og Kounde eru meðal manna sem koma við sögu í slúðurpakkanum í dag.

Arsenal hefur fundað um nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (23) hjá Napoli og heldur áfram að reyna að landa brasilíska framherjanum Gabriel Jesus (25) frá Manchester City. (Goal)

Það er allt að smella í yfirtöku viðskiptamannsins Todd Boehly sem er að eignast Chelsea. Í gær fékk hann leyfi frá ensku úrvalsdeildinni fyrir kaupunum og nú er hann kominn með grænt ljós frá bresku ríkisstjórninni. (BBC)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, mun fá um 200 milljónir punda til að eyða í sumar þegar Todd Boehly er búinn að ganga frá kaupunum á félaginu. (Telegraph)

Brasilíski vængmaðurinn Raphinha (25) hefur sagt forráðamönnum Leeds United að hann vilji spila fyrir Barcelona. 30 milljóna punda tilboði Börsunga var hafnað fyrr á árinu. (Sport)

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez (35) gæti gengið í raðir Inter Miami, félags David Beckham, eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid. (Independent)

Jose Mourinho, stjóri Roma, ætlar að leggja aukna áherslu á að reyna að fá brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (24) frá Aston Villa. (Mail)

Sevilla ætlar ekki að kaupa Anthony Martial (26) frá Manchester United í sumar en franski sóknarmaðurinn var á láni hjá spænska félaginu. (Mail)

Forseti ítalska félagsins Salernitana segir að hann myndi elska það að semja við Edinson Cavani (35) en úrúgvæski sóknarmaðurinn yfirgefur Manchester United í sumar. (Manchester Evening News)

Belgíski framherjinn Eden Hazard (31) útilokar að yfirgefa Real Madrid í sumar og segist ákveðinn í að sýna öllum hvað hann geti eftir þrjú meiðslahrjáð ár hjá spænsku risunum. (Goal)

Everton og Crystal Palace vilja fá senegalska vængmanninn Ismaila Sarr (24) frá Watford en Newcastle hefur ekki lengur áhuga á leikmanninum. (Football Insider)

Velski framherjinn Gareth Bale (32) var boðinn til Atletico Madrid á frjálsri sölu en félagið hafnaði boðinu. Bale er á förum frá Real Madrid í sumar. (Marca)

Liverpool og Leeds fá samkeppni fá ítalska A-deildarfélaginu Bologna um skoska hægri bakvörðinn Calvin Ramsay (18) frá Aberdeen. (Scotsman)

Slóvakíski markvörðurinn Martin Dubravka (33) vill vera áfram hjá Newcastle þrátt fyrir að Newcastle sé orðað við Dean Henderson (25), markvörð Manchester United, og Kepa Arrizabalaga (27), markvörð Chelsea. (Chronicle)

Franski varnarmaðurinn Jules Kounde (23) hjá Sevilla og króatíski miðvörðurinn Josko Gvardiol (20) hjá RB Leipzig eru á átta manna óskalista Chelsea fyrir sumarið. (Telegraph)

Newcastle vill fá enska vængmanninn Jack Harrison (25) frá Leeds og gæti einnig gert tilboð í hollenska miðvörðinn Sven Botman (22) hjá Lille. (Telegraph)

Aston Villa og Everton vilja fá James Tarkowski (29), miðvörð Burnley. Leikmaðurinn er fáanlegur á frjálsri sölu. (Times)

Franski varnarmaðurinn William Saliba (21) verður hluti af leikmannahópi Arsenal á næsta tímabili eftir góða frammistöðu á lánssamningi hjá Marseille. (Evening Standard)

Enski bakvörðurinn Ryan Fredericks (29) er á förum frá West Ham eftir að félagið missti af lokafresti til að bjóða honum nýjan samning. (Football Insider)

West Ham mun reyna að fá enska varnarmanninn Joe Worrall (25) frá Nottingham Forest ef Forest mistekst að komast upp í úrslitaleik umspilsins á laugardag. (Evening Standard)

Rio Ferdinand segir að Manchester United ætti að kaupa enska hægri bakvörðinn Max Aarons (22) frá Norwich. (Independent)

West Ham heldur heldur áfram að ræða við Rennes um möguleg kaup á marokkóska varnarmanninum Nayef Aguerd (26). Samkomulag færist nær. (90 min)

Newcastle hefur áhuga á brasilíska vinstri bakverðinum Renan Lodi (24) hjá Atletico Madrid. (Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner