Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. maí 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Gríðarlega mikilvæg þrenna
3. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
Mynd: Magni
Um liðna helgi fór fram þriðja umferð í 2. deild karla. Ægir, Þróttur, Magni og Njarðvík unnu sína leiki og þá voru tvö jafntefli.

Leikmaður umferðarinnar í boði ICE var Kristófer Óskar Óskarsson sem spilar með Magna. Kristófer skoraði þrennu gegn Hetti/Hugin í 3-2 sigri. Kristófer kom frá Fjölni í vetur eftir að hafa leikið með Aftureldingu á láni frá Fjölni á síðasta tímabili.

Það er Ástríðan sem fjallar um 2.- og 3. deild karla. Í síðasta þætti voru það þeir Gylfi Tryggvason og Sverrir Mar Smárason sem gerðu upp þriðju umferðina.

„Hann gerði þessa gríðarlega mikilvægu þrennu fyrir Magna í Boganum. Þrennan var góð - mörkin góð. Ég held að hann hafi líka fiskað vítið sem hann skoraði úr," sagði Sverrir í þættinum.

4. umferð:
laugardagur 28. maí
13:00 Höttur/Huginn-Víkingur Ó. (Fellavöllur)
14:00 Ægir-KFA (Þorlákshafnarvöllur)
14:00 ÍR-Magni (ÍR-völlur)
16:00 KF-Þróttur R. (Dalvíkurvöllur)

sunnudagur 29. maí
16:00 Völsungur-Haukar (PCC völlurinn Húsavík)

mánudagur 30. maí
19:15 Njarðvík-Reynir S. (Rafholtsvöllurinn)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico
2. umferð - Magnús Þórir
Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner