Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 08:00
Elvar Geir Magnússon
Boehly klárar yfirtöku á Chelsea (Staðfest)
Todd Boehly var viðstaddur síðustu leiki Chelsea á tímabilinu.
Todd Boehly var viðstaddur síðustu leiki Chelsea á tímabilinu.
Mynd: EPA
Það er allt klárt. Breska ríkisstjórnin hefur gefið samþykki sitt á yfirtöku fjárfestahópsins sem Todd Boehly leiðir á Chelsea, eftir að Roman Abramovich samþykkti kröfur sem voru gerðar.

Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í morgun að yfirvöld hefðu samþykkt að hleypa kaupunum á Chelsea í gegn og nýir tímar eru hafnir hjá félaginu.

Abramovich skrifaði undir lagalega bindandi samning um að lán sitt til félagsins fari á frosinn bankareikning sem breska ríkisstjórnin stýrir. Upphæðin mun svo renna til styrktar fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu.

Eftir innrás Rússlands í Úkraínu var Abramovich beittur refsiaðgerðum vegna tengsla hans við Vladimír Pútín og breska ríkisstjórnin sá um sölu á Chelsea.

Mikill áhugi var á félaginu en hinn bandaríski Boehly, sem er meðeigandi hafnaboltafélagsins LA Dodgers, hafði betur við keppinauta sína. Í fjárfestahópnum á bak við Boehly er meðal annars svissneski auðkýfingurinn Hansjörg Wyss.
Athugasemdir
banner
banner
banner