Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. maí 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Elneny búinn að framlengja við Arsenal
Mynd: Getty Images
Egypski miðjumaðurinn Mohamed Elneny hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal. Hann var að verða samningslaus en Arsenal ákvað að framlengja um eitt ár, með möguleika á öðru ári til viðbótar.

Elneny er 29 ára og hefur spilað 147 leiki fyrir félagið síðan hann kom frá Basel í janúar 2016.

„Ég elska þetta félag og er hluti af þessari fjölskyldu. Ég vil halda áfram hjá þessu magnaða félagi og er spenntur fyrir framtíðinni," segir Elneny sem á 93 landsleiki.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að Elneny komi með 'endalausa orku' og ástríðu inn í lið sitt. Hann sé gríðarlega vinsæll í hópnum.

„Hann er mikilvægur fyrir okkur, innan og utan vallar. Hann er fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og ég er hæstánægður með að hann verði áfram," segir Arteta.

Arsenal hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar og mistókst að landa Meistaradeildarsæti. Liðið verður í Evrópudeildinni á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner