Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 25. maí 2022 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Lamptey íhugar að spila fyrir Gana
Tariq Lamptey
Tariq Lamptey
Mynd: Getty Images
Tariq Lamptey, hægri bakvörður Brighton á Englandi, er að íhuga það að spila fyrir landslið Gana í framtíðinni.

Lamptey er 21 árs gamall og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Englands en foreldrar hans koma frá Gana.

Hann spilaði 30 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Brighton á leiktíðinni sem var að klárast og þykir með efnilegri varnarmönnum Englands.

Lamptey spilaði síðast með U21 árs landsliðinu í mars en gaf ekki kost á sér í verkefnið í júní þar sem hann er að íhuga stöðu sína.

Leikmaðurinn á einnig möguleika á að spila fyrir Gana og er að íhuga það að spila fyrir þjóðina til að eiga meiri möguleika á að komast á HM í Katar.

„Hann bað um sleppa við þetta verkefni til að fá tíma til að hugsa málin. Hann er ekki búinn að skipta, þetta er ekki ákveðið en það er búið að hafa samband við hann og við virðum það. Við höfum látið hann vita af því hversu mikilvægur hann er og við vitum að A-landsliðið hefur gert það sama," sagði Lee Carsley, þjálfari U21 árs landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner