Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. maí 2022 07:00
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI: 13:15 Landsliðshópur Íslands fyrir júníleikina
Fundurinn hefst klukkan 13:15
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boðað er til fjölmiðlafundar í höfuðstöðvum KSÍ í dag maí kl. 13:15. Þar mun Arnar Þór Viðarsson opinbera leikmannahóp karlalandsliðsins fyrir fjóra leiki liðsins í byrjun júní – fyrstu þrjá leikina í Þjóðadeildinni og vináttuleik við San Marínó.

Fim 2. júní: 18:45 Ísrael - Ísland (Þjóðadeildin, Sammy Ofer Stadium)

Mán 6. júní: 18:45 Ísland - Albanía (Þjóðadeildin, Laugardalsvöllur)

Fim 9. júní: 18:45 San Marínó - Ísland (Vináttuleikur, San Marino Stadium)

Mán 13. júní: 18:45 Ísland - Ísrael (Þjóðadeildin, Laugardalsvöllur)
13:40
Fréttamannafundinum er lokið. Það koma svo inn sérfréttir á Fótbolta.net í kjölfarið.

Eyða Breyta
13:39
Arnar um fjarveru Guðlaugs Victors: "Einfaldlega persónulegar ástæður, fjölskyldulegar ástæður. Þegar hann hefur verið í hópnum hjá mér hefur hann spilað flesta leiki."

Eyða Breyta
13:38
Arnar staðfestir að hann ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson sem hugsaði málið áður en hann gaf afsvar. Hann vildi fá reynslumikinn miðvörð.

Eyða Breyta
13:32
Arnar talar um Íslendingana hjá FCK og það afrek að verða Danmerkurmeistari.

Eyða Breyta
13:31
Arnar segir að Jói Berg og Alfreð hafi ekkert talað um að þeir muni ekki gefa kost á sér í framtíðinni. Báðir verið að glíma við erfið meiðsli.

Eyða Breyta
13:28
Arnar segist vilja velja besta mögulega hópinn hverju sinni og því vill hann ekki gefa upp á bátinn þessa reynslumiklu leikmenn sem hafa ekki verið í hópnum í einhvern tíma.

"Ég vona að við eigum eftir að sjá þessa reynslumeiri menn og þeir komi inn og geti hjálpað í framtíðinni," segir Arnar.

Eyða Breyta
13:26
Arnar Viðars um Aron Einar:

"KSÍ gaf út fréttatilkynningu í dag með ákvörðun stjórnar. Það er léttir fyrir mig, ég hef kallað eftir ramma. Það hefur ekki verið skemmtilegt að sigla framhjá ákveðnum hlutum. Aron Einar fellur enn undir þessari ákvörðun stjórnar. Ég sem þjálfari vinn bara undir þessum verkreglum"

Eyða Breyta
13:24
Arnar Viðars: "Andri Lucas hefur ekki verið að spila mikið síðan í glugganum í mars. Við erum með þrjár tegundir af senterum. Við viljum helst að allir leikmenn hafi verið að spila allar mínútur en það er því miður ekki raunin."

Eyða Breyta
13:23
Ísak Bergmann verður í banni í fyrsta leiknum, Þjóðadeildarleiknum gegn Ísrael.



Eyða Breyta
13:22
Þarf að dreifa álaginu
Arnar segir mögulegt að einhverjir leikmenn verði geymdir heima á meðan leikurinn við San Marínó verður spilaður. Einhverjir U21 leikmenn gætu komið inn í þann leik. Það sé þó allt opið, það eigi að bíða og sjá hvernig fyrstu leikirnir þróast og hvernig hópurinn kemur út úr þeim leikjum. Ljóst sé að það þarf að dreifa álaginu.

Eyða Breyta
13:17
Varðandi leikinn við San Marínó:

Arnar: "Samkvæmt ákvörðun UEFA þurftum við að spila fjóra leiki. Innan Evrópu voru bara tveir andstæðingar tiltækir, það voru Kasakstan og San Marínó. Við reyndum að fá heimaleik en endanleg ákvörðun var að fara til San Marínó frekar en Kasakstan. Aðeins betra ferðalag."

Ísland þarf að skila ákveðnum landsleikjum vegna sjónvarpsréttinda og þurfti því að bæta við vináttulandsleik.

Eyða Breyta
13:16
Arnar tekur til máls áður en hann tekur við spurningum.

"Það hefur verið skemmtilegt en krefjandi að skipuleggja svona langan glugga. Við þurftum að bíða lengi eftir ákvörðun UEFA um Rússland."

Eyða Breyta
13:16
Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi tekur fyrst til máls og hvetur fólk til að tryggja sér miða á tix.is. Þá segir hann að allir leikirnir verði sýndir í opinni dagskrá á Viaplay sem á nú réttinn.

Eyða Breyta
13:16
Arnar Viðarsson er mættur, býður góðan daginn og fær sér sæti á sviðinu.

Eyða Breyta
13:10
Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason eru meðal reynslumikilla leikmanna sem ekki eru í hópnum. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði ekkert með Burnley á lokakaflanum vegna meiðsla og er heldur ekki í hópnum.

Eyða Breyta
13:08
Birkir Bjarnason er með 107 landsleiki og kemst mögulega upp í 111 í þessum landsleikjaglugga.



Eyða Breyta
13:06
Aron Einar Gunnarsson er ekki valinn. Arnar Viðars verður spurður út í þau mál öll á eftir. Hann situr fyrir svörum eftir tíu mínútur eða svo.

Eyða Breyta
13:05


Meðal leikmanna sem koma inn í hópinn er Willum Þór Willumsson. Hann á einn A-landsleik á ferilskrá sinni. 23 ára leikmaður BATE Borisov.

Eyða Breyta
13:03


Hinn nítján ára gamli Hákon Arnar Haraldsson er í hópnum. Hefur verið að standa sig vel með FCK. Hann og Patrik Sigurður Gunnarsson markvörður eru einu leikmennirnir í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik.

Eyða Breyta
13:00
Hópurinn
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking
Ingvar Jónsson - Víkingur R. - 8 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson - OH Leuven - 14 leikir

Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 7 leikir
Brynjar Ingi Bjarnason - Valerenga IF - 12 leikir, 2 mörk
Ari Leifsson - Stromsgodset - 3 leikir
Hörður Björgvin Magnússon - CSKA Moskva - 38 leikir, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 4 leikir
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 2 leikir
Alfons Sampsted - FK Bodo/Glimt - 10 leikir
Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 11 leikir, 1 mark
Willum Þór Willumsson - BATE Borisov - 1 leikur
Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 9 leikir
Arnór Sigurðsson - Venezia FC - 18 leikir, 1 mark
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 9 leikir, 1 mark
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 107 leikir, 15 mörk
Aron Elís Þrándarson - Odense BK - 10 leikir
Mikael Neville Anderson - Aarhus GF - 11 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - Aarhus GF - 18 leikir, 2 mörk
Mikael Egill Ellertsson - SPAL - 4 leikir
Albert Guðmundsson - Genoa - 30 leikir, 6 mörk
Hólmbert Aron Friðjónsson - Lillestrom SK - 6 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid - 6 leikir, 2 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 12 leikir, 1 mark

Alls eru 25 í hópnum í þessu verkefni.

Eyða Breyta
12:51



Eyða Breyta
12:28
Styttist í fundinn og ég ætla að fara að koma mér frá Krókhálsinum í Laugardalinn... heyrumst eftir smá!

Eyða Breyta
10:39
Hólmar snýr ekki aftur
Vorum að fá þær upplýsingar að það hafi ekki gengið hjá Arnari að sannfæra Hólmar Örn. Hólmar hafi sagt nei og snýr ekki aftur í landsliðsskóna... allavega ekki að svo stöddu.

Eyða Breyta
10:04
Ísland leikur gegn lélegasta landsliði heims
Ísland mun leika vináttuleik gegn San Marínó þann 9. júní næstkomandi og fer leikurinn fram á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle.

Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A-landsliðum karla en San Marínó er í 211. sæti á styrkleikalista FIFA, neðsta sæti. Talað hefur verið um San Marínó sem lélegasta landslið í fótboltasögunni en liðið hefur aðeins einu sinni unnið opinberan leik, það var 1-0 gegn Liechtenstein 2004.

Liðið hefur fengið á sig 4,2 mörk að meðaltali í leik.

Leikur San Marínó og Íslands kemur í stað leiks íslenska liðsins við Rússland í B-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fara átti fram 10. júní.

Eyða Breyta
10:02


Sagan segir að Arnar hafi reynt að sannfæra Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörð Vals, um að taka landsliðsskóna fram að nýju. Ætli það hafi tekist?

Eyða Breyta
10:00
Ekkert lið fellur úr riðli Íslands
UEFA staðfesti í byrjun mánaðarins áframhaldandi bann á rússnesk lið í keppnum á vegum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Karlalandslið Rússlands mun ekki taka þátt í Þjóðadeildinni en þar átti liðið að vera í riðli með Íslandi í B-deildinni. Rússar munu sjálfkrafa enda í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þar með falla niður í C-deild.

Þar með er aðeins spurning í íslenska riðlinum hvaða lið endar í efsta sæti og kemst upp í A-deildina.

Eyða Breyta
07:45
Arnar má velja Aron í hópinn


"Eins og staðan er núna þá eru engar reglur sem banna landsliðsþjálfara að velja ákveðna leikmenn," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í síðustu viku.

Spurt var hvort Arnar gæti valið Aron í landsliðshópinn í komandi verkefni eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður.

Það er þó talið ólíklegt að Aron verði í hópnum í dag. Hefur Arnar rætt við Aron? Hefur Aron sjálfur áhuga á að snúa aftur? Mögulega fást svör við þessum spurningum á fréttamannafundinum í dag.

Eyða Breyta
07:10
Miðasala á heimaleiki Íslands í júní hefst 25. maí
Miðasala á heimaleikina gegn Albaníu og Ísrael í júní hefst í dag kl. 12:00 á tix.is.

Leikirnir eru báðir í Þjóðadeild UEFA og fara þeir fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Albaníu 6. júní kl. 18:45 og Ísrael 13. júní kl. 18:45.

Miðaverð
Verðflokkur 1: 7.500 kr
Verðflokkur 2: 5.500 kr
Verðflokkur 3: 3.500 kr

50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri

Ísland leikur fjóra leiki í júníglugganum, en fyrsti leikur liðsins verður gegn Ísrael ytra fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45. Liðið mætir svo San Marínó einnig ytra fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45.



Eyða Breyta
07:09
Góðan og gleðilegan daginn

Í dag mun Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari opinbera leikmannahóp karlalandsliðsins fyrir fjóra leiki liðsins í byrjun júní; fyrstu þrjá leikina í Þjóðadeildinni og vináttuleik við San Marínó. Fréttamannafundur hefst í Laugardalnum 13:15.

Við fylgjumst með því helsta sem kemur fram þar, í beinni textalýsingu í þessari frétt.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner