Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Skoraði þrennu á fyrstu ellefu mínútunum
Haukar unnu stórsigur á Smára
Haukar unnu stórsigur á Smára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Hauka, var greinilega vel undirbúin fyrir leik liðsins við Smára í gær því hún skoraði þrennu á aðeins ellefu mínútum í 6-1 sigri í 2. deild kvenna.

Fyrsta markið gerði hún á 2. mínútu leiksins áður en hún fullkomnaði þrennu sína með því að gera tvö mörk til viðbótar á tæpum tveimur mínútum.

Aníta Kristín Árnadóttir gerði fjórða markið á 36. mínútu og bætti síðan við öðru marki sínu í byrjun síðari hálfleiks. Edda Mjöll Karlsdóttir skoraði síðasta mark Hauka áður en Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir gerði mark Smára. Haukar eru í 4. sæti með 8 stig en Smári í 9. sæti með 1 stig.

ÍR og Álftanes gerðu 1-1 jafntefli í Breiðholti. Hrefna Jónsdóttir skoraði á 9. mínútu fyrir gestina en undir lok leiks jafnaði María Marín Asensio fyrir heimakonur og lokatölur því 1-1. ÍR er með 10 stig og deilir efsta sætinu með ÍA, en Álftanes í 3. sæti með 8 stig.

Úrslit og markaskorarar:

ÍR 1 - 1 Álftanes
0-1 Hrefna Jónsdóttir
1-1 María Marín Asensio

Haukar 6 - 1 Smári
1-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('2 )
2-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('10 )
3-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('11 )
4-0 Aníta Kristín Árnadóttir ('36 )
5-0 Aníta Kristín Árnadóttir ('53 )
6-0 Edda Mjöll Karlsdóttir ('55 )
6-1 Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner