Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fim 25. maí 2023 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Milner fékk viðeigandi kveðjugjöf frá vallarstarfsmönnum Anfield
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn James Milner yfirgefur Liverpool í sumar eftir átta ár hjá félaginu en vallarstarfsmenn Anfield gáfu honum kveðjugjöf í tilefni af því.

Milner var lengi vel vítaskytta númer eitt hjá Liverpool frá því hann kom frá Manchester City árið 2015.

Hann tók samtals 12 vítaspyrnur á Anfield og skoraði úr tíu þeirra en bikarkeppnir eru teknar með inn í dæmið.

Vallarstarfsmenn Anfield vildu því kveðja hann með viðeigandi hætti og fjarlægðu því grasflöt sem innihélt sjálfan vítapunktinn og gáfu Milner.

„Eftir að hafa eyðilagt vítapunktana okkar síðustu átta ár fannst okkur tími til kominn að þú fáir að sjá um einn slíkan,“ kom fram í skilaboðum frá vallarstarfsmönnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner