McKenna og Pochettino hafa áhuga á að taka við Man Utd - Chelsea í stjóraleit og ætlar að bjóða í Olise
   fim 25. maí 2023 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Milos vann tvöfalt í Serbíu
Mynd: Getty Images
Serbneski þjálfarinn Milos Milojevic er tvöfaldur meistari með Rauðu Stjörnunni en lið hans vann Cukaricki, 2-1, í úrslitum bikarsins í kvöld.

Milos hefur gert frábæra hluti með liðið á tímabilinu. Það varð deildarmeistari aður en úrslitakeppnin hófst.

Þrátt fyrir frábæran árangur í deild ákvað félagið að láta hann fara eftir þetta tímabil og ákvað Milos því að gera það eftirminnilegt.

Eftir að hafa lent 1-0 undir í úrslitum bikarsins kom liðið til baka með tveimur mörkum frá Aleksander Pesic og tryggði bikarinn í sjötta sinn og í þriðja sinn í röð.

Milos kveður því félagið á góðum nótum en hann hefur verið orðaður við AIK og Gautaborg í Svíþjóð.

Hann er með íslenskan ríkisborgararétt og þjálfaði bæði Breiðablik og Víking hér heima.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner