Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid ekki búið að leggja fram tilboð í Bellingham
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid hefur ekki lagt fram tilboð í enska miðjumanninn Jude Bellingham.

Bellingham, sem er á mála hjá Borussia Dortmund, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar.

Þýska félagið vill fá í kringum 140 milljónir evra fyrir hann en Real Madrid er sagt hafa unnið baráttuna um hann.

Liverpool var í bílstjórasætinu en skráði sig úr baráttunni vegna verðmiðans.

Real Madrid hefur þó ekki lagt fram tilboð í Bellingham en þetta segir Sebastian Kehl, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund.

„Það eru engin tilboð á borðinu. Það eru orðrómar en ekkert á borðinu,“ sagði Kehl við Athletic.

Fabrizio Romano heldur því fram að Real Madrid sé að bíða eftir að tímabilið sé búið í Þýskalandi til að virða titilbaráttu Dortmund en eftir helgi munu Madrídingar leggja fram tilboð í kappann.
Athugasemdir
banner
banner
banner