Víkingur Ólafsvík og Selfoss áttu að spila stórleik í 2. deild karla í dag en leiknum hefur verið frestað vegna veðurs.
Selfyssingar voru mættir til Ólafsvíkur en þeir snúa núna aftur heim á Selfoss og verður leikurinn spilaður síðar í sumar.
Selfyssingar fóru því tæplega 500km fýluferð þegar ferðalögin til og frá Ólafsvíkur eru talin saman.
Það er gríðarlega mikill vindur í Ólafsvík í dag þar sem ómögulegt er að spila fótbolta, en Selfoss Fótbolti birti myndband sem sýnir tilraun til útsparks enda í hornspyrnu vegna mótvinds. Þar er það goðsögnin Heiðar Helguson sem spyrnir boltanum frá marki, en hann er aðstoðarþjálfari Bjarna Jó á Selfossi.
Víkingur Ó. og Selfoss hefðu mæst í toppslag í dag, þar sem Selfyssingar eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og Ólsarar í öðru sæti með sjö stig.
— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) May 25, 2024
Athugasemdir