Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 25. júní 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool að fá 17 ára miðvörð frá Hollandi
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Evrópumeistara Liverpool, er að ganga frá fyrstu kaupum sumarsins hjá félaginu en Sepp van den Berg er að koma frá hollenska liðinu PEC Zwolle.

Van den Berg er aðeins 17 ára gamall en eins og áður segir leikur hann með PEC Zwolle og spilar hann þá einnig fyrir U19 ára landslið Hollands.

Hann er miðvörður að upplagi en mörg stór lið hafa sýnt honum á huga en þar má nefna Ajax, Bayern München og PSV Eindhoven.

Samningur hans við PEC Zwolle rennur út á næsta ári og er Liverpool að ganga frá viðræðum við hann.

Hann mun fara beint í U23 ára lið Liverpool en enska félagið sótti meðal annars Ki-Jana Hoever frá Ajax síðasta sumar.

Hoever spilaði sinn fyrsta og eina leik gegn Wolves í enska deildabikarnum á síðasta tímabili og þótti standa sig afar vel en það má búast við því að hann fái fleiri tækifæri á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner