
HK gerði leið sína í Egilshöll fyrr í dag, þar sem þeir mættu Fjölni í 19. umferð Lengjudeildarinnar. Þjálfari HK, Hermann Hreiðarsson var í leikbanni, en það kom ekki að sök því liðið vann 1-5 sigur. Hermann mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 5 HK
„Við byrjuðum leikinn af ógnarkrafti, búum til frábærar stöður og skorum gott mark. Svo kemur smá slysamark, en við vorum fljótir að koma okkur á vagninn aftur. Ótrúlega sterk frammistaða, við fylgdum eftir síðasta leik. Sköpuðum okkur urmul af færum og nýttum þau í dag."
Hermann var í leikbanni og horfði á leikinn uppi í stúkunni.
„Maður veit aldrei hvernig þetta er, en eftir byrjunina þá róaðist maður töluvert og sá að menn voru í gírnum."
„Ég var tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta hérna."
Þrjár umferðir eru eftir af Lengjudeildinni.
„Þetta er „Buisness end of the season", þetta skiptir allt máli. Það verða breytingar á töflunni vikulega, þetta er það þétt. Við getum horft á það sem við gerum og haldið áfram að bæta í okkar leik."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir