Tyrkneska félagið Fenerbahce hefur keypt framherjann Mbwana Samatta frá Aston Villa.
                
                
                                    Samatta kom til Aston Villa frá Genk í janúar síðastliðnum en náði ekki að festa sig í sessi.
Samatta er fyrirliði landsliðs Tansaníu en hann skoraði tvö mörk í sextán leikjum með Aston Villa.
Hann skoraði meðal annars í úrslitaleik enska deildabikarsins gegn Manchester City síðasta vetur.
Athugasemdir
                                                                
                                                        


