Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen fær Santiago Arias frá Atletico (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Bayer Leverkusen hefur tryggt sér kólumbíska bakvörðinn Santiago Arias á eins árs lánssamningi frá Atletico Madrid.

Í samningi Arias er kaupmöguleiki sem hljóðar uppá tólf milljónir evra og greiðir Leverkusen þrjár milljónir fyrir lánið.

Arias, sem er 28 ára gamall, gerði garðinn frægan með PSV og kólumbíska landsliðinu. Hann spilaði 172 leiki á fimm árum hjá PSV og á 53 leiki að baki fyrir landsliðið. Hann hefur verið hjá Atletico í tvö ár og á þeim tíma hefur hann spilað 51 leik fyrir félagið.

Everton var orðað við Arias í sumar en ekkert varð úr þeim viðræðum.

Hjá Leverkusen mun Arias berjast við Lars Bender og Tin Jedvaj um sæti í varnarlínunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner