Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 11:44
Magnús Már Einarsson
Messi um brotthvarf Suarez: Ekkert kemur mér lengur á óvart
Messi og Suarez.
Messi og Suarez.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi segir að Luis Suarez hafi verðskuldað betri kveðjur frá Barcelona. Suarez er genginn í raðir Atletico Madrid eftir að hafa fengið þau skilaboð að hann væri ekki inn í áætlunum hjá Ronald Koeman, nýráðnum þjálfara Barcelona.

Messi vildi sjálfur fara frá Barcelona í sumar og var óánægður með forráðamenn félagsins. Messi birti í dag færslu á Instagram þar sem hann kveður Suarez og lætur forráðamenn Barcelona heyra það í leiðinni.

„Það verður skrýtið að sjá þig í annarri treyju og mæta þér. Þú verðskuldaðir betri kveðjur, þú ert einn af mikilvægustu leikmönnunum í sögu félagsins og afrekaðir hluti hér bæði með liðinu og sem einstaklingur," sagði Messi.

„Þú verðskuldaðir ekki að vera hent svona í burtu en sannleikurinn er sá að ekkert kemur mér lengur á óvart."

Hinn 33 ára gamli Suarez skoraði 198 mörk í 283 leikjum með Barcelona og varð um leið þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner