Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 27. september 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Rikki G spáir í leiki umferðarinnar í Pepsi Max-deildinni
Rikki (til hægri) að lýsa.
Rikki (til hægri) að lýsa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vinnur Breiðablik í markaleik samkvæmt spá Rikka.
Valur vinnur Breiðablik í markaleik samkvæmt spá Rikka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson var með tvo rétta þegar hann spáði í leikina í Pepsi Max-deildinni á fimmtudag.

Næsta umferð er á dagskrá strax í dag en Rikki G, lýsandi á Stöð 2 Sport, spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.



FH 3 - 0 Fjölnir (14:00 í dag)
Fjölnir er fallið því miður og verður þetta þægilegur dagur hjá FH. Vilja stöðva blæðinguna strax eftir tapið gegn Val.

KR 4 - 1 Fylkir (14:00 í dag)
Ætla að segja að KR ingar komi brjálaðir því þeir skulda stuðningsmönnum sínum frammistöðu eftir jafnteflið gegn litla frænda á Seltjarnarnesi manni fleiri í þokkabót

ÍA 1 - 1 Víkingur (14:00 í dag)
Bæði lið hafa litlu að keppa. Ekkert fall eða engin evrópa.

Grótta 0 - 1 KA (16:15 í dag)
Engin flugeldasýning frekar en leikirnir hjá þessum liðum í sumar.

Valur 3 - 2 Breiðablik (19:15 í dag)
Markaleikur af bestu gerð. Blikar sýndu frábæra frammistöðu gegn Stjörnunni og svöruðu gagnrýni á vellinum eins og á að gera. Valur er hinsvegar langbesta liðs landsins þetta tímabil.

HK 1 - 0 Stjarnan (19:15 í dag)
Stjarnan valdið vonbrigðum, finnst ákveðið stefnuleysi hjá liðinu hvað varðar leikstíl. HK vinnur.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (6 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Dagný Brynjarsdóttir (3 réttir)
Páll Sævar Guðjónsson (3 réttir)
Þorkell Máni Pétursson (3 réttir)
Jón Þór Hauksson (2 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Svava Kristín Grétarsdóttir (2 réttir)
Albert Brynjar Ingason (1 réttur)
Atli Viðar Björnsson (1 réttur)
Gunnar Birgisson (1 réttur)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (1 réttur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner