Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sampdoria krækir í Candreva frá Inter (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sampdoria er búið að festa kaup á ítalska landsliðsmanninum Antonio Candreva sem hefur leikið fyrir Inter undanfarin fjögur ár.

Candreva er 33 ára gamall kantmaður sem spilaði 151 leik á tíma sínum hjá Inter. Þar áður var hann lykilmaður í liði Lazio.

Sampdoria greiðir 2,5 milljónir evra fyrir Candreva, sem á 54 leiki að baki fyrir Ítalíu. Kantmaðurinn skrifar undir fjögurra ára samning og er því samningsbundinn Samp til 37 ára aldurs.

Hjá Samp mun hann spila undir stjórn Claudio Ranieri sem starfar með það sem markmið að bjarga félaginu frá falli.

Candreva er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir Samp eftir komu Maya Yoshida á frjálsri sölu og danska kantmannsins Mikkel Damsgaard frá Nordsjælland.


Athugasemdir
banner
banner
banner