Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. september 2021 11:12
Brynjar Ingi Erluson
„Werner hentar vel fyrir leikinn í dag"
Mynd: EPA
Knattspyrnustjórarnir, Thomas Tuchel og Pep Guardiola, ræddu við BT Sport fyrir stórleik Chelsea og Manchester City á Stamford Bridge í dag en Tuchel telur að Timo Werner henti afar vel í þennan leik á meðan Guardiola vonast til að liðið læri af fyrri leikjum gegn Chelsea.

Báðir stjórar gera fjórar breytingar á liðunum. Stærstu fréttirnar fyrir Chelsea eru þær að N'golo Kante kemur inn á miðsvæðið en Thiago Silva og Mason Mount eru frá vegna meiðsla.

Werner er í liði Chelsea og telur Tuchel að það hafi hentað best fyrir leikkerfið í dag.

„Við þurfum að fá sömu blöndu af góðu spili og í síðustu leikjum hjá okkur en þurfum líka að sýna tilfinningar og grimmd í þessu."

„Timo hentar mjög vel í dag því hann kemur með mikla ákefð inn í leikinn, bæði með og án bolta. Við þurfum á því að halda. Kai Havertz og Hakim Ziyech vantar sjálfstraust og ég er ánægður með að Kante getur spilað. Thiago meiddist lítillega á æfingu, annars væri hann í liðinu

„Pep Guardiola er að gera það sem hann er vanur að gera. Hann nær því besta úr sínu liði. Þeir eru með eigin leikstíl og við erum með okkar. Þú getur unnið fótboltaleiki með hvaða leikmanni sem er en það er mikilvægt fyrir okkur að spila á hæsta stigi. Það er erfitt að spá fyrir um þetta því þeir hafa margar lausnir og mikið sjálfstraust,"
sagði Tuchel.

Man City hefur verið í basli með Chelsea frá því Tuchel tók við en Guardiola vonar að leikmennirnir læri af því.

„Við þurfum að læra af töpunum gegn Chelsea. Þetta er einn af erfiðustu útileikjunum í deildinni og við erum klárir. Rodri lagði mikið á sig að vera hér í dag. De Bruyne og Foden eru mikilvægir fyrir okkur en það eru hinir líka. Allir eru mikilvægir og þetta er langt tímabil með mörgum leikjum, það verða allir partur af þessu."

„Við höfum skorað gríðarlegt magn af mörkum á síðustu árum. Jesus vill spila meira á vægnum, heldur en upp á topp. Það er auðvitað mikilvægt að vera með hreinræktaðan framherja en stundum er það ekki í boði. Við getum gert það án þess að vera með slíkan,"
sagði Guardiola við BT Sport en leikurinn hefst klukkan 11:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner