Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 25. september 2022 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland með fleiri áhorfendur en Juventus, Napoli og Sevilla
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Skemmtileg tölfræði hefur verið að ganga um á veraldarvefnum þar sem meðaláhorfendafjöldi á leikjum í Evrópu er sýndur.


Það er ýmislegt sem vekur athygli og þá sérstaklega áhorfendafjöldinn sem mætir á heimaleiki hjá Sunderland, sem er nýkomið upp í Championship deildina á Englandi eftir fjögur ár í C-deildinni.

Sunderland laðar fleiri áhorfendur á heimaleiki sína en nokkur af stærstu og ástsælustu félögum Evrópu. Ef enski boltinn er skoðaður þá mæta fleiri á leiki hjá Sunderland heldur en ýmissa úrvalsdeildarfélaga á borð við Wolves, Brighton og Leicester.

Hæsti meðalfjöldi áhorfenda er á heimaleikjum Barcelona, þar sem þeir eru rúmlega 83 þúsund talsins. Borussia Dortmund fylgir fast á eftir í öðru sæti og FC Bayern er í þriðja með 75 þúsund manns. Manchester United fær rétt rúmlega 74 þúsund manns á sína leiki og er í fjórða sæti í Evrópu.

Inter og AC Milan koma á eftir Rauðu djöflunum og svo má finna félög á borð við West Ham, Marseille, Tottenham, Arsenal, Roma og Madrídarliðin bæði, þar sem Atletico fær fleiri áhorfendur heldur en Real.

Manchester City og Liverpool koma beint  á eftir Madrídarliðunum og það vekur athygli að Sunderland er í 35. sæti listans, rétt á eftir Valencia, Chelsea og Everton.

Í 37. sæti má svo finna Kaiserslautern sem fær rúmlega 37 þúsund manns á heimaleiki hjá sér. Kaiserslautern er sögulegt stórlið í Þýskalandi en hefur verið fast í C-deildinni undanfarin ár. Jóni Daða Böðvarssyni og Andra Rúnari Bjarnasyni tókst ekki að hífa liðið upp um deild þegar þeir stoppuðu í Þýskalandi.

Þá má finna Sheffield Wednesday og Ipswich á þessum lista en þau leika bæði í ensku C-deildinni og fá um 25 þúsund manns á heimaleiki hjá sér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner