Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   mán 25. september 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erfitt að segja nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis"
Mikið vonbrigðartímabil hjá Svíþjóðarmeisturunum
watermark Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rosengård hefur átt mikið vonbrigðartímabil í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er núna í sjöunda sæti deildarinnar eftir að hafa unnið titilinn tvö ár í röð.

Þetta er gríðarlega óvænt en landsliðskonan Guðrún Arnardóttir er leikmaður liðsins.

„Þetta er búið að vera vonbrigðartímabil ef við tölum hreint út," sagði Guðrún í samtali við Fótbolta.net í gær.

„Við ætluðum ekki að vera um miðja deild. Þetta er þannig félag að það eru alltaf settar kröfur á titilbaráttu. Það hefur gengið erfiðlega og við erum svolítið að reyna að vinna okkur upp úr því. Vonandi náum við að komast áfram í Meistaradeildinni sem smá sárabót."

Rosengård spilar við Spartak Subotica frá Serbíu í einvígi um að komast í Meistaradeildina.

En hvað hefur farið úrskeiðis hjá liðinu?

„Það er erfitt að segja það nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Einhvern veginn hefur liðið ekki náð að klikka almennilega. Þjálfarinn er rekinn í byrjun tímabils og það eru ákveðnar breytingar í kringum það. Það er erfitt að taka eitthvað eitt út. Það eru margir litlir þættir sem hafa ekki verið að ganga. Það er kannski ekki óeðlilegt að það sé smá niðursveifla eftir að hafa unnið titilinn tvö ár í röð en niðursveiflan á ekki að þurfa að vera svona djúp," sagði Guðrún og bætti við:

„Það er alltaf gaman að koma hingað og hitta stelpurnar í landsliðinu, og starfsfólkið. Það gott að breyta aðeins um umhverfi og fá annan fókus."
Spennt að takast á við Popp og hinar stjörnurnar - „Eru kannski svolítið brotnar"
Athugasemdir
banner
banner
banner