Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Misstu leikinn frá sér eftir að Luiz var tekinn af velli - „Út á við gæti það litið þannig út“
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, stjóri Nottingham Forest, segist ekki sammála því að liðið hafi misst stjórn í síðari hálfleik í 2-2 jafnteflinu gegn Real Betis í Evrópudeildinni í gær.

Forest var með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en Betis náði betri tökum á honum eftir að Douglas Luiz var tekinn af miðsvæðinu í hálfleik.

„Douglas fann til aftan í læri þannig við þurftum að taka hann af velli,“ sagði Postecoglou við TNT Sports.

Eftir það komst Betis inn í leikinn og náði að jafna þegar lítið var eftir.

„Út á við gæti það litið þannig út, en mér leið eins og við værum enn með stjórn í seinni hálfleiknum og fannst þeir ekki ná að opna okkur á neinum tímapunkti.“

„Þetta erfiður staður til að koma á og mjög erfiðar aðstæður. Fólk skilur ekki hvað það er mikill raki hérna og hvernig það sýgur orkuna úr þér.“

„Við spiluðum stórkostlegan fótbolta í fyrri hálfleiknum, en það eina sem ég get sett út á er að hafa ekki náð að klára þá. Við áttum að ganga frá þeim í fyrri hálfleiknum,“
sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner