Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips spilaði sinn fyrsta leik með Manchester City í tæp tvö ár þegar hann kom inn af bekknum í 2-0 sigri liðsins á Huddersfield Town í enska deildabikarnum í gær.
Phillips var fenginn til Man City frá Leeds árið 2022 eftir frábæra spilamennsku hans með Leeds United.
Farir hans hjá Man City hafa ekki beinlínis verið sléttar. Hann meiddist snemma á fyrsta tímabili sínu, en var valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í Katar.
Þegar hann sneri aftur mætti hann í engu formi og gagnrýndi Pep Guardiola, stjóri Man City, hann sérstaklega á blaðamannafundi þar sem hann sagði hann hreinlega of þungan.
Guardiola baðst síðar afsökunar og spilaði Phillips alls 21 leik í öllum keppnum á tímabilinu. Hann lék fáa leiki á tímabilinu á eftir og var á endanum lánaður til West Ham út leiktíðina, en þar náði hann sér alls ekki á strik.
Á síðustu leiktíð eyddi hann tímabilinu hjá nýliðum Ipswich Town þar sem hann spilaði aðeins nítján deildarleiki áður en hann sneri aftur til Man City.
Í kvöld sneri Phillips aftur á völlinn með Man City í fyrsta sinn í 646 daga. Hann kom inn af bekknum á 83. mínútu og hjálpaði sínum mönnum að landa þægilegum sigri á C-deildarliðinu.
Líflína fyrir Phillips sem var ekki í hóp hjá liðinu í fyrstu fimm umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.
Kalvin Phillips is back playing for Man City 646 days since his last appearance ????? pic.twitter.com/B71PQI4tLb
— Match of the Day (@BBCMOTD) September 24, 2025
Athugasemdir