Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 09:38
Elvar Geir Magnússon
Rooney telur Coleen hafa bjargað lífi sínu í baráttu við alkahólisma
Wayne Rooney er 39 ára.
Wayne Rooney er 39 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Roone, fyrrum leikmaður Englands og Manchester United, telur að Coleen eiginkona sín hafi bjargað lífi sínu með því að hjálpa sér í baráttunni við alkahólisma.

Rooney segist hafa verið í miklum drykkjuvandamál á leikmannaferlinum og oft á tíðum hafi hann drukkið samfleytt í tvo daga.

„Í hreinskilni trúi ég því að ef hún hefði ekki verið til staðar þá væri ég dáinn. Ég hef gert mistök í fortíðinni sem hefur verið fjallað um en hún hefur séð um að halda mér á brautinni," segir Rooney.

„Ég vildi fara út og skemmta mér með vinum mínum. Það var tímapunktur í lífi mínu þar sem ég gekk of langt, ég var í miklum vandræðum með áfengi. Ég vild ekki fá aðstoð frá neinum því ég vildi ekki leggja þá byrði á nokkurn."

„Ég drakk samfleytt í tvo daga, fór á æfingu og skoraði tvö mörk um helgina og svo fór ég aftur og drakk í tvo daga. Hún hjálpaði mér algjörlega að ná stjórn á þessu. Það þurfti einhvern til að stjórna mér."

Rooney segist oft hafa mætt í slæmu ástandi á æfingar eftir áfengisneyslu en notað augndropa, tyggjó og rakað sig til að reyna að fela ástandið sem hann var í.
Athugasemdir