Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 25. október 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki lengur hægt að kaupa Rice á 100 milljónir punda
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, segir að miðjumaðurinn Declan Rice sé ekki lengur fáanlegur fyrir 100 milljónir punda.

Rice hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með West Ham. Miðjumaðurinn öflugi hefur þróað leik sinn mikið síðustu ár og hefur unnið sér það inn að vera byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu.

Sagan var sú síðasta sumar að Rice kostaði 100 milljónir punda síðasta sumar, en Moyes er ekki lengur tilbúinn að selja hann á þá upphæð.

„Það hefðu verið kostakaup að fá hann á 100 milljónir punda. Það er ekki lengur hægt," sagði Moyes við Sky Sports.

Rice hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United, en West Ham ætlar sér að halda honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner