Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. október 2021 11:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leikmenn sem kannski öskruðu ekki leikmenn KR"
Sigurður Bjartur, Aron Snær, Stefan Ljubicic.
Sigurður Bjartur, Aron Snær, Stefan Ljubicic.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tilkynnti í liðinni viku að þeir Sigurður Bjartur Hallsson og Stefan Alexander Ljubicic hefðu gengið í raðir félagsins. Stefan kemur frá HK og Sigurður frá Grindavík.

Þeir Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson fóru yfir fréttir vikunnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag og komu inn á þessi tíðindi.

„KR-ingar „keyptu" leikmenn sem kannski öskruðu ekki leikmenn KR, með fullri virðingu. KR hefur verið að færa sig út í aðeins öðruvísi kaup í takt við nýja tíma upp á síðkastið," sagði Tómas.

„Þarna er KR að ná í stormsenter úr B-deild og tvo gæja sem féllu [markvörðurinn Aron Snær Friðriksson var kynntur á sama tíma]. Það má segja að þeir séu leikmenn sem eru efnilegir fyrir KR. Rúnar segir í viðtalinu, eitthvað sem maður var aðeins búinn að gleyma, að við erum að fara í 27 leiki á næsta tímabili og við Víkingar drógum stórvini okkar í KR með í Evrópu. Ofan á það er bikarkeppni, þannig það eru fleiri leikir."

„Stærri liðin í deildinni eru ekkert að selja leikmenn sín á milli, menn eru meira að passa upp á samningslausa leikmenn og semja við þá fyrr. Þetta er nýr heimur og nýr raunveruleiki fyrir stóru liðin. Núna þurfa menn að horfa í þessa stráka og það hefur gerst áður að strákar sem eru í fallliði hjóla upp töfluna í lið sem eru að berjast um titlana."

„Þetta gætu verið vondar fréttir fyrir liðin sem eru í neðri hlutanum í efstu deild því leikmennirnir sem þau voru að horfa til að geta mögulega fengið, eins og t.d. Stefan Ljubicic og Sigurður Bjartur, þeir eru að mæta í stóru strákana. Þau þurfa að stækka hópana sína,"
sagði Elvar Geir.

„Stefan Ljubicic hefði verið frábær fyrir Stjörnuna. Ágúst Gylfason spilar beinskeyttan fótbolta og það hefði verið mjög eðlilegt ef hann hefði farið úr fallliði í lið sem endaði í 7. sæti. Sama með Sigurð Bjart, ÍBV sem dæmi eða Leiknir. Þessir leikmenn eru ekki að fara í liðin sem enduðu um miðja deild heldur fara þeir í bestu lið Íslands," sagði Tómas sem nefndi að Birnir Snær Ingason, Arnór Borg Guðjohnsen og Kyle McLagan hefðu farið til Víkings.

Stefan skoraði sex mörk fyrir HK í Pepsi Max-deildinni í sumar, Sigurður Bjartur skoraði sautján mörk fyrir Grindavík í Lengjudeildinni og Aron Snær varði mark Fylkis í Pepsi Max-deildinni. Fylkir endaði í neðsta sæti deildarinnar og HK í því næstneðsta.

KR endaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar og fer í Evrópukeppni þar sem Víkingur lagði ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
Rúnar Kristins: Kemur enginn í KR og á öruggt sæti
Útvarpsþátturinn - Bak við tjöldin hjá meisturunum og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner