Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. október 2021 10:21
Elvar Geir Magnússon
Scholes búinn að fá upp í kok af Pogba
Paul Pogba hendir sér í tæklinguna hættulegu.
Paul Pogba hendir sér í tæklinguna hættulegu.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, er búinn að upp í kok af nafna sínum Paul Pogba.

Franski miðjumaðurinn kom inn af bekknum í 5-0 tapi United gegn Liverpool. Hann gerði mistök í aðdraganda fimmta marksins og fékk rautt spjald fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn af bekknum. Hann tók þá hættulega tæklingu á Naby Keita.

Samningur Pogba rennur út í sumar.

„Paul Pogba var settur inn til að reyna að hjálpa liðinu, sýna hversu sterkur hann er á miðjunni og sýna smá ányrgð. Svo gerir hann mistök sem kostar mark og fær rautt fyrir fáránlega tæklingu. Hann skilur samherjana eftir 10 og 5-0 undir," segir Scholes.

„Maður verður að velta því fyrir sér hvort Pogba klæðist aftur United treyjunni meðan Ole er stjóri? Það hefur verið stöðug ringulreið í kringum hann síðustu ár. Allir vita hvaða hæfileika hann hefur, hann hefur fengið traust allra en hann heldur nánast öllu félaginu í gíslingu með samningamálunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner