Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 25. nóvember 2021 21:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Besti leikur liðsins undir stjórn Steina - „Gríðarlega sterkt"
Stoltur eftir fyrsta sigurinn gegn Japan
Icelandair
Steini
Steini
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nagli!
Nagli!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eitthvað að angra Elísu í hendinni.
Eitthvað að angra Elísu í hendinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virkilega vel klárað hjá Sveindísi.
Virkilega vel klárað hjá Sveindísi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann Japan 2-0 í vináttuleik í dag. Leikurinn fór fram í Hollandi og skoruðu þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir mörkin.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leikinn en þetta var fyrsti sigur Íslands á Japan í sögunni.

Lestu um leikinn: Japan 0 -  2 Ísland

Er þetta besta frammistaðan hingað til undir þinni stjórn?

„Já, ég myndi halda það. Þetta var flottur leikur, vorum heilt yfir mjög massíf í dag og japanska liðið náði ekki að opna okkur að neinu ráði. Ég held að Cecilía hafi aldrei þurft að skutla sér til að verja eitthvað þannig ég var mjög ánægður með liðið í dag," sagði Steini.

Hvað varstu ánægðastur með í leik liðsins?

„Ég var ánægðastur með hvernig við mættum þeim. þorðum að ýta upp á móti þeim, náðum að halda þeim frá markinu okkar og vorum sterk í návígunum. Við unnum þær svolítið á því - vorum mjög aggresíf."

„Ég var mjög sáttur með að við þorðum að vera með boltann, þorðum alveg að halda honum og reyna finna opnanir. Það tókst allavega tvisvar í dag og við fengum líka önnur færi. Ég var heilt yfir mjög sáttur við þennan leik, bæði sóknar- og varnarleik."


Steini sagðist ekki hafa verið ósáttur við neitt og ekkert sem hafi komið honum á óvart. „Þetta er það sem við stefndum að. Með þennan stutta undirbúning sem við fengum þá snerist þetta um að vera massíf í leiknum, vera liðið sem væri erfitt að spila á móti og erfitt að komast í gegnum. Við vorum svo með ákveðnar leiðir í sóknarleiknum sem gengu upp."

„Maður er sáttur við að ná að vinna Japan, þetta er fyrsti sigurinn á móti Japan sem er gríðarlega sterkt. Ég er stoltur af liðinu."


Snýst um að trúa á hversu gott liðið getur orðið
Hefur þessi sigur einhverja þýðingu fyrir þig eða liðið upp á framhaldið að gera?

„Við erum á þeim stað að við þurfum að trúa á hversu góð við getum orðið sem lið. Um það snýst vegferðin okkar þessa mánuðina."

Sif er nagli
Hvernig meturu atvikið undir lok leiks þegar Sif meiðist? Varstu ósáttur við að fá ekki brot og hvernig er heilsan á Sif?

„Ég man ekki hvort þetta hafi verið brot, ég er bara ósáttur við að leikurinn var ekki stoppaður. Sif er held ég í fínu lagi, hún er nagli."

Elísa slæm í hendinni og Sveindís eitthvað að væla
Eru einhver önnur meiðsli eftir þennan leik?

„Sveindís var nú eitthvað að væla þarna," sagði Steini í léttum tón. „Það er eitthvað smá að hrjá Elísu í hendinni en að öðru leyti eru allar góðar. Ég veit ekki alveg hvað þetta er, hún er eitthvað slæm í hendinni og læknirinn mun skoða hana."

Virkilega vel gert - Lagt upp með að senda bakvið línu
Fyrra markið, hvernig horfði það við þér?

„Það sem ég var sáttastur við er að við bregðumst við og sjáum opnun og náum að búa til stöðunna einn á einn á risaplássi. Það var virkilega vel gert. Sendingin var góð og Sveindís klárar þetta bara virkilega vel."

„Seinna markið var líka eitthvað sem við vorum búin að leggja upp með, að við þyftum að fá sendingar á bakvið línu á móti þeim, taka hlaupin þegar þær voru svona hátt uppi með liðið og það heppnaðist í þetta skiptið,"
sagði Steini.

Næsti leikur liðsins er gegn Kýpur í undankeppni HM á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner