Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. desember 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin - Hvað er ráðið og hvar er spenna?
Lokaumferð riðlakeppninnar er í vikunni
Öll ensku liðin fjögur eru örugg áfram.
Öll ensku liðin fjögur eru örugg áfram.
Mynd: EPA
Manchester City er búið að tryggja sér sigur í A-riðli.
Manchester City er búið að tryggja sér sigur í A-riðli.
Mynd: EPA
Munu Joao Felix og félagar í Atletico Madrid komast áfram?
Munu Joao Felix og félagar í Atletico Madrid komast áfram?
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham og félagar í Borussia Dortmund eru úr leik.
Jude Bellingham og félagar í Borussia Dortmund eru úr leik.
Mynd: EPA
Karim Benzema og Vinicius Junior, leikmenn Real Madrid.
Karim Benzema og Vinicius Junior, leikmenn Real Madrid.
Mynd: EPA
Það er spenna framundan hjá Barcelona. Ungstirnið Gavi.
Það er spenna framundan hjá Barcelona. Ungstirnið Gavi.
Mynd: EPA
Jadon Sancho hefur ástæðu til að fagna.
Jadon Sancho hefur ástæðu til að fagna.
Mynd: EPA
Reece James, leikmaður Chelsea.
Reece James, leikmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikin á morgun og miðvikudag, 7. og 8. desember. Öll fjögur ensku liðin í keppninni hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum en tvö efstu lið hvers riðils komast áfram.

Samtals eru ellefu lið búin að tryggja sig áfam og í lokaumferðinni kemur í ljós hvaða fimm lið bætast við.

Þessi lið eru örugg áfram: Liverpool, Ajax, Bayern München, Juventus, Manchester United, Chelsea, Manchester City, Paris St-Germain, Sporting Lissabon, Real Madrid, Inter.

Þessi lið eru úr leik: Besiktas, RB Leipzig, Malmö, Dynamo Kiev, Young Boys, Zenit Pétursborg, Club Brugge, Borussia Dortmund, Sheriff Tiraspol, Shakhtar Donetsk.

Liðin sem eiga enn möguleika:
A-riðill: -
B-riðill: Porto, Atletico Madrid, AC Milan
C-riðill: -
D-riðill: -
E-riðill: Barcelona, Benfica
F-riðill: Villarreal, Atalanta
G-riðill: Red Bull Salzburg, Lille, Wolfsburg, Sevilla
H-riðill: -



A-RIÐILL:
Manchester City tryggði sér toppsætið og PSG fylgir.

Lokaumferðin 7. desember:
17;45 RB Leipzig - Manchester City
17.45 Paris St-Germain - Club Brugge

1. Man City 12 stig
2. PSG 8 stig
3. RB Leipzig 4 stig
4. Club Brugge 4 stig

B-riðill:
Liverpool er búið að rúlla yfir þennan riðil en hin þrjú liðin eiga öll möguleika á því að fylgja í útsláttarkeppnina.

Lokaumferðin 7. desember:
20:00 Porto - Atletico Madrid
20:00 AC Milan - Liverpool

1. Liverpool 15 stig
2. Porto 5 stig
3. AC Milan 4 stig
4. Atletico Madrid 4 stig

C-riðill:
Borussia Dortmund er stærsta liðið sem er þegar úr leik í riðlakeppninni. Ajax er búið að vinna riðilinn og Sporting Lissabon endar í öðru sæti.

Lokaumferðin 7. desember:
20:00 Ajax - Sporting Lissabon
20:00 Borussia Dortmund - Besiktas

1. Ajax 15 stig
2. Sporting 9 stig
3. Dortmund 6 stig
4. Besiktas 0 stig

D-riðill:
Real Madrid og Inter komast áfram og mætast innbyrðis í lokaumferðinni. Þá kemur í ljós hvort liðið vinnur riðilinn.

Lokaumferðin 7. desember:
20:00 Real Madrid - Inter
20:00 Shaktar Donetsk - Sheriff

1. Real Madrid 12 stig
2. Inter 10 stig
3. Sheriff 6 stig
4. Shaktar Donetsk 1 stig

E-riðill:
Barcelona á framundan spennandi lokaleik gegn toppliði Bayern München. Ef Börsungar vinna ekki og Benfica vinnur Dynamo þá fer Barcelona í Evrópudeildina.

Lokaumferðin 8. desember:
20:00 Benfica - Dynamo Kiev
20:00 Bayern München - Barcelona

1. Bayern 15 stig
2. Barcelona 7 stig
3. Benfica 5 stig
4. Dynamo Kiev 1 stig

F-riðill:
Manchester United er búið að vinna riðilinn. Atalanta mun fylgja í 16-liða úrslitin með því að vinna Villarreal.

Lokaumferðin 8. desember:
20:00 Atalanta - Villarreal
20:00 Manchester United - Young Boys

1. Man Utd 10 stig
2. Villarreal 7 stig
3. Atalanta 6 stig
4. Young Boys 4 stig

G-riðill:
Í jafnasta riðlinum eru öll fjögur liðin í möguleika fyrir lokaumferðina. Lille er á toppnum en gæti samt sem áður misst af sæti í útsláttarkeppninni.

Lokaumferðin 8. desember:
20:00 Red Bull Salzburg - Sevilla
20:00 Wolfsburg - Lille

1. Lille 8 stig
2. RB Salzburg 7 stig
3. Sevilla 6 stig
4. Wolfsburg 5 stig

H-riðill:
Chelsea og Juventus eru komin áfram en bara spurningin hvort liðið mun enda á toppnum. Chelsea er öruggt með toppsætið með sigri.

Lokaumferðin 8. desember:
17:45 Juventus - Malmö
17:45 Zenit Pétursborg - Chelsea

1. Chelsea 12 stig
2. Juventus 12 stig
3. Zenit 4 stig
4. Malmö 1 stig
Athugasemdir
banner