Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. nóvember 2021 20:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mura með sinn fyrsta sigur í Evrópukeppni - Stofnað fyrir 9 árum
Alen Kozar (t.h.) fyrirliði Mura
Alen Kozar (t.h.) fyrirliði Mura
Mynd: EPA
Mura frá Slóveníu braut blað í sögu félagsins er liðið vann Tottenham í kvöld með tveimur mörkum gegn einu.

Slóvenska liðið komst yfir strax á 11. mínútu og Tottenham spilaði manni færri frá 30. mínútu er Ryan Sessegnon fékk að líta rauða spjaldið.

Manni færri tókst Tottenham að jafna en Harry Kane skoraði á 72. mínútu. Marosa leikmaður Mura skoraði síðan sigurmarkið á lokamínútu leiksins.

Mura vann þar með sinn fyrsta leik í Evrópukeppni en þetta félag var stofnað árið 2012 og er því aðeins 9 ára gamalt. Það var stofnað í bænum Murska Sobota en þar búa aðeins rúmlega 11 þúsund manns.
Athugasemdir
banner
banner
banner