fim 25. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pioli ánægður með Messias - „Þetta er bara byrjunin"
Stefano Pioli
Stefano Pioli
Mynd: Getty Images
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir að liðið hafi sýnt mikið hugrekki í 1-0 sigrinum á Atlético Madríd í Meistaradeildinni í gær.

Brasilíski sóknarmaðurinn Junior Messias skoraði eina mark Milan í leiknum með skalla undir lok leiksins og hélt Milan inn í keppninni.

Milan er nú með 4 stig og á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit.

„Það eina rétta í stöðunni var að fagna með leikmönnunum því þeir skiluðu frábærri frammistöðu," sagði Pioli.

„Það voru mikil gæði og hugrekki í þessari frammistöðu og þeir höfðu alltaf trú á verkefninu og þess vegna ákvað ég að fagna með þeim."

Messias, sem er 30 ára gamall, gerði sigurmarkið. Þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið. Hann spilaði í ítölsku D-deildinni fyrir fimm árum en er nú mættur á stóra sviðið.

„Saga hans er yndisleg en þetta er bara byrjunin. Hann er með mikil gæði. Hann átti í erfiðleikum fyrst þegar hann kom hingað en núna mun hann hjálpa liðinu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner