Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. nóvember 2022 09:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo til Brasilíu eða Sádí-Arabíu?
Powerade
Ronaldo kemur við sögu í slúðri dagsins.
Ronaldo kemur við sögu í slúðri dagsins.
Mynd: EPA
Barcelona er með augastað á Arteta.
Barcelona er með augastað á Arteta.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta föstudegi. Hér er það helsta:

Chelsea er tilbúið að hefja viðræður við Leandro Trossard (27), framherja Brighton og belgíska landsliðsins, en samningur hans er að renna út næsta sumar. (Football Insider)

Al-Hilal í Sádí-Arabíu vonast til að landa portúgölsku ofurstjörnunni Cristiano Ronaldo (37). (Sky Sports)

Real Madrid segir að það myndi ekki vera rétt fyrir félagið að fá Ronaldo aftur til félagsins á þessum tímapunkti. (AS)

Brasilíska félagið Flamengo er að skoða það hvort það eigi möguleika á því að sækja Ronaldo. (Veja)

Amancio Ortega, sem á meðal annars tískuvöruverslunina Zara, hefur áhuga á því að kaupa Manchester United. (Manchester Evening News)

Inter ætlar að reyna að framlengja lánssamning sóknarmannsins Romelu Lukaku um eitt ár. (Sky Sports)

Chelsea hefur áhuga á því að kaupa portúgalska markvörðinn Diogo Costa og er Man Utd líka að fylgjast með stöðunni hjá honum. Hann er með riftunarverð í samningi sínum hjá Porto upp á 75 milljónir punda. (Relevo)

Arsenal hefur áhyggjur af því hvort félagið nái að halda í stjóra sinn Mikel Arteta. Barcelona er með augastað á honum fyrir framtíðina. (Sport)

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (27) ætlar að nota HM sem stökkpall til að vinna sér inn nýjan samning hjá Juventus eða góðan samning annars staðar. Núgildandi samningur hans rennur út eftir leiktíðina. (La Repubblica)

Þeim félögum fer vaxandi sem telja að ungstirnið Youssoufa Moukoko (18) sé tilbúinn að yfirgefa Borussia Dortmund eftir tímabilið þegar samningur hans rennur út. (90 min)

Aston Villa er að fylgjast með Yassine Bounou (31), markverði Sevilla á Spáni. (Football Insider)

Rodrygo (21), kantmaður Real Madrid, gæti þurft að borga umboðsmanni sínum 7 milljónir evra eftir að hann hætti að starfa með honum. (Sport)

Newcastle ætlar að berjast við Barcelona um brasilíska miðjumanninn Andrey Santos (18) sem leikur með Vasco de Gama í heimalandinu. (Sport)

QPR býst við því að Michael Beale, stjóri liðsins, sé á förum til þess að taka við Rangers í Skotlandi. (Talksport)

Paris St-Germain er að íhuga að yfirgefa Parc des Princes og færa sig yfir á þjóðarleikvanginn, Stade de France. (Bloomberg)
Athugasemdir
banner
banner
banner