Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. nóvember 2022 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Southgate ánægður með hugarfarið - „Þeir eru svolítið niðurlútir"
Gareth Southgate og Jack Grealish
Gareth Southgate og Jack Grealish
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var sáttur við frammistöðu liðsins í markalausa jafnteflinu gegn Bandaríkjunum í B-riðlinum í kvöld og hrósar hann hugarfarinu sérstaklega.

Enska liðið skapaði sér nokkur ágætis færi í leiknum en átti í erfiðleikum á síðasta þriðjungnum.

Varnarlega var liðið vel skipulagt en gekk þó af velli með eitt stig.

England er svo gott sem komið upp úr riðlinum en liðið má ekki tapa með fjórum mörkum eða meira í lokaleiknum gegn Wales.

„Leikmennirnir eru svolítið niðurlútir en ég er það ekki. Ég er ekki óánægður. Þetta er leikur sem þú getur tapað ef hugarfarið er ekki rétt.“

„Það er rosalega erfitt að mæta í þennan leik eftir þægilegan sigur og því erfitt halda dampi. Mér fannst við stjórna leiknum og miðverðirnir voru ótrúlegir með boltann. Það vantaði smá upp á á síðasta þriðjungnum.“

„Ég er ekki svekktur. Við þurftum að sýna aðra hlið af okkur í kvöld og ég er í raun mjög ánægður með hugarfar liðsins. Þetta var erfiður andstæðingur og eins og við höfum séð á mótinu þá er mikið af úrslitum sem eru ekki alveg eftir bókinni.“

„Ég vissi það, útaf styrkleikum andstæðingsins og hvernig þeir vörðust, að leikurinn yrði svona.“

„Þetta setur okkur í góða stöðu. Ef við vinnum síðasta leikinn þá vinnum við riðilinn. Markmiðið er alltaf að komast úr riðlinum og við höfum náð því í tveimur leikjum á síðustu tveimur mótum en við getum ekki búist við því að gera það á öllum mótum,“
sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner