Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 26. janúar 2019 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Breiðablik er sölumaskína
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er enginn leikur auðveldur, við unnum okkur vel inn í leikinn og það endaði frábærlega vel," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir 5-0 sigur á Grindavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

Breiðablik hefur fengið til sín þá Kwame Quee, Viktor Karl Einarsson og Þóri Guðjónsson í vetur en misst Gísla Eyjólfsson og Oliver Sigurjónsson. Gústi á von á að styrkja liðið frekar.

„Ég er sáttur við það sem er komið hjá okkur en það verða einhverjar breytingar fram að móti. Það er ekkert sem er ákveðið en er í vinnslu," sagði Gústi en óttast hann að missa þá willum Þór Willumsson sem dæmi?

„Já, það eru nokkrir leikmenn. Breiðablik er sölumaskína. Það eru frábærir ungir leikmenn sem eru að koma hérna uppúr yngri flokkunum og eðlilega eru erlend lið að bera víurnar í þessa stráka. Willum er mjög heitur núna og við sjáum hvað setur. Það eru líka nokkur járn í eldinum með leikmenn sem gætu komið til okkar en við sjáum hvað setur," sagði Gústi en eru þá fleiri sem gætu farið?

„Já, þetta er þannig lið, þetta er frábært lið og frábærir leikmenn. Það er endalaust verið að vesenast á meðan glugginn er opinn í Evrópu og svo heldur skandinavía áfram. Auðvitað eru lið úti að kíkja á okkar leikmenn. Í raun eru allir leikmennirnir okkar vinsælir, eðlilega því þetta eru góðir leikmenn."

Hvað ef enginn þeirra færi, myndi hann samt styrkja liðið frekar? „Ég myndi þurfa að skoða það og get ekki svarað því. Mögulega einn leikmann eins og staðan er, en ef við missum tvo þá myndi ég vilja tvo og svo auka leikmann."

Brynjólfur Darri Willumsson og Kwame Quee áttu þrjú af mörkum Blika í dag og fögnuðu mörkunum með dansi og handabandaæfingum.

„Það er flott, þetta er ákveðið sem Kwame Quee hefur, X-factor sem hann kemur með inn í þetta, við fögnum því," sagði Gústi léttur að lokum.
Athugasemdir
banner