Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   lau 26. janúar 2019 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Breiðablik er sölumaskína
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Gústi Gylfa segir nokkra leikmenn Breiðabliks eftirsótta erlendis frá sem sé eðlilegt enda Breiðablik sölumaskína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er enginn leikur auðveldur, við unnum okkur vel inn í leikinn og það endaði frábærlega vel," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir 5-0 sigur á Grindavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

Breiðablik hefur fengið til sín þá Kwame Quee, Viktor Karl Einarsson og Þóri Guðjónsson í vetur en misst Gísla Eyjólfsson og Oliver Sigurjónsson. Gústi á von á að styrkja liðið frekar.

„Ég er sáttur við það sem er komið hjá okkur en það verða einhverjar breytingar fram að móti. Það er ekkert sem er ákveðið en er í vinnslu," sagði Gústi en óttast hann að missa þá willum Þór Willumsson sem dæmi?

„Já, það eru nokkrir leikmenn. Breiðablik er sölumaskína. Það eru frábærir ungir leikmenn sem eru að koma hérna uppúr yngri flokkunum og eðlilega eru erlend lið að bera víurnar í þessa stráka. Willum er mjög heitur núna og við sjáum hvað setur. Það eru líka nokkur járn í eldinum með leikmenn sem gætu komið til okkar en við sjáum hvað setur," sagði Gústi en eru þá fleiri sem gætu farið?

„Já, þetta er þannig lið, þetta er frábært lið og frábærir leikmenn. Það er endalaust verið að vesenast á meðan glugginn er opinn í Evrópu og svo heldur skandinavía áfram. Auðvitað eru lið úti að kíkja á okkar leikmenn. Í raun eru allir leikmennirnir okkar vinsælir, eðlilega því þetta eru góðir leikmenn."

Hvað ef enginn þeirra færi, myndi hann samt styrkja liðið frekar? „Ég myndi þurfa að skoða það og get ekki svarað því. Mögulega einn leikmann eins og staðan er, en ef við missum tvo þá myndi ég vilja tvo og svo auka leikmann."

Brynjólfur Darri Willumsson og Kwame Quee áttu þrjú af mörkum Blika í dag og fögnuðu mörkunum með dansi og handabandaæfingum.

„Það er flott, þetta er ákveðið sem Kwame Quee hefur, X-factor sem hann kemur með inn í þetta, við fögnum því," sagði Gústi léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner