Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. janúar 2020 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Shrewsbury fær annan leik á Anfield
Jason Cummings kom inná sem varamaður og skoraði tvö
Jason Cummings kom inná sem varamaður og skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Shrewsbury 2 - 2 Liverpool
0-1 Curtis Jones ('15 )
0-2 Donald Love ('46 , sjálfsmark)
1-2 Jason Cummings ('65 , víti)
2-2 Jason Cummings ('75 )

Shrewsbury Town og Liverpool þurfa að mætast öðru sinni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli á Montgomery Waters Meadow-vellinum í enska bikarnum í kvöld. Jason Cummings reyndist bjargvættur Shrewsbury.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, leyfði sér að hvíla lykilmenn gegn Shrewsbury en Takumi Minamino fékk tækifæri í byrjunarliðinu auk þess sem Fabinho og Joel Matip byrjuðu sína fyrstu leiki eftir meiðsli.

Curtis Jones kom Liverpool yfir með góðu marki á 15. mínútu eftir sendingu frá Pedro Chirivella en þetta var annað mark Jones í bikarnum á þessari leiktíð.

Í byrjun síðari hálfleiks endaði boltinn aftur í netinu hjá Shrewsbury en Neco Williams átti þá fyrirgjöf sem Donald Love stýrði í eigið net og möguleikar Shrewsbury ekki mikilir.

Á 60. mínútu kom Jason Cummings inn á sem varamaður hjá heimamönnum og gerði hann gæfumuninn. Hann skoraði úr vítaspyrnu sem Josh Laurent fiskaði og tíu mínútum síðar var hann búinn að jafna.

Hann komst einn á móti Adrian og skoraði örugglega. Cummings átti tækifæri á því að fullkomna þrennu sína og koma liðinu í næstu umferð en skalli hans fór yfir af stuttu færi. Mohamed Salah var skipt inn á undir lok hjá Liverpool til að reyna að ná sigurmarki en það gekk þó ekki og lokatölur 2-2.

Liðin mætast í öðrum leik á Anfield en leikurinn fer fram 4. eða 5. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner