sun 26. janúar 2020 13:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grétar Rafn í liði áratugarins hjá Bolton
Grétar Rafn og Stuart Holden. Þeir eru báðir í liðinu.
Grétar Rafn og Stuart Holden. Þeir eru báðir í liðinu.
Mynd: Getty Images
Bolton, sem leikur nú í ensku C-deildinni, hefur á undanförnum dögum valið lið áratugarins hjá sér með kosningu á Twitter.

Liðið var svo opinberað í dag og þar er einn Íslendingur. Í hægri bakverðinum er Grétar Rafn Steinsson.

Grétar Rafn lék með Bolton frá 2008 til 2012 í ensku úrvalsdeildinni. Hann skipar vörnina í liði áratugarins með David Wheater, Gary Cahill og Marcos Alonso.

Grétar starfar í dag hjá Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu.

Hér að neðan má sjá liðið hjá Bolton, sem er í dag á botni C-deildarinnar með sjö stig eftir 24 leiki. Liðið byrjaði með -12 stig út af fjárhagsvandræðum, en hefur náð að rétta aðeins úr kútnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner