sun 26. janúar 2020 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Hef ekki tíma til að ræða allt sem fór úrskeiðis
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ósáttur með leik liðsins í 2-2 jafnteflinu gegn Shrewsbury Town í enska bikarnum í kvöld en liðin þurfa að mætast aftur á Anfield.

Klopp gerði ellefu breytingar á liði sínu í dag en Liverpool leiddi 2-0 þangað til á 65. mínútu er varamaðurinn Jason Cummings minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu áður en hann jafnaði metin tíu mínútum síðar.

Klopp var óánægður með framlagið í kvöld og sagðist í raun ekki hafa tíma að ræða allt sem fór úrskeiðis.

„Það var erfitt að vinna þennan leik. Ég hef ekki nógu mikinn tíma til að ræða allt sem fór úrskeiðis í dag," sagði Klopp.

„Við skoruðum mjög gott mark en fyrir utan það þá hafði Adrian allt of mikið að gera í markinu. Hann var magnaður en ég meina skyndisóknirnar sem þeir fengu þegar við töpuðum boltanum.."

„Þeir hægðu á leiknum með uppstillingunni og við töpuðum boltanum á röngum augnablikum. Það leit ekkert út fyrir að staðan væri 2-0 fyrir okkur, heldur eins og við værum 2-1 undir."

„En vel verðskuldað hjá Shrewsbury. Þeir áttu þetta skilið og rúmlega það. Ég vil óska þeim til hamingju,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner