banner
   sun 26. janúar 2020 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kompany tók stöðuna á Van Persie
Fjölmiðlamenn taka stöðuna á Van Persie eftir tap Hollendinga á Laugardalsvelli.
Fjölmiðlamenn taka stöðuna á Van Persie eftir tap Hollendinga á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingurinn Robin van Persie var frábær sóknarmaður á sínum leikmannaferli. Hann spilaði fyrir Arsenal og Manchester United og varð hann Englandsmeistari með síðarnefnda félaginu.

Hann endaði feril sinn með Feyenoord í heimalandinu og fóru skórnir upp á hillu á síðasta ári.

Hann tók þá niður til að spila í heiðursleik fyrir Vincent Kompany í september. Van Persie skoraði í leiknum.

Kompany er fyrrum fyrirliði Man City, en hann er í dag spilandi þjálfari Anderlecht í Belgíu. Van Persie heillaði Kompany mikið í leiknum í september, það mikið að Kompany hringdi í Van Persie til að taka stöðuna á honum.

„Kompany hringdi í mig daginn eftir. Hann var viss um að ég gæti hjálpað Anderlecht. Ég leit á það sem gott hrós, en ég vaknaði með verk í kálfunum og vissi þar með að ég ætti ekki að byrja aftur," sagði hinn 36 ára gamli Van Persie.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner