Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. janúar 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham reynir að fá Steven Bergwijn
Steven Bergwijn.
Steven Bergwijn.
Mynd: Getty Images
Tottenham, sem er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er að reyna að kaupa kantmanninn Steven Bergwijn frá PSV Eindhoven.

Sky Sports segir frá þessu og tekur hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano undir það. Hann segir að Spurs sé nú í viðræðum við PSV og það sé vonast til að samkomulag náist á næstu klukkutímum. Hjá Tottenham sé fólk vongott um að það takist.

Bergwijn er 22 ára gamall og á sjö landsleiki fyrir Holland. Hann er ekki í hóp PSV í leik gegn Twente sem er núna í gangi.

Hann skoraði 15 mörk í 41 leik á síðasta tímabli, en á þessu tímabili hefur hann skorað sex mörk í 26 leikjum.

Romano segir einnig að Tottenham sé að reyna að fá Willian Jose, sóknarmann Real Sociedad. Samkomulag er ekki í höfn. Krzysztof Piatek, sóknarmaður AC Milan, er líka möguleiki.

Tottenham hefur nú þegar fengið Gedson Fernandes frá Benfica í þessum janúarglugga, en félagið virðist ætla að styrkja sig enn frekar áður en glugginn lokar síðar í vikunni.

Aftur á móti þá er búist við því að Christian Eriksen yfirgefi Tottenham og fari til Inter. Hinn 27 ára gamli Eriksen er á förum fyrir 16,8 milljónir punda. Samningur hans við Tottenham á að renna út næsta sumar.

Tottenham vill frekar selja hann núna en missa hann á frjálsri sölu næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner