Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörvar Sigurgeirs og Stefán Ómar í Hött/Huginn (Staðfest)
Mynd: Höttur/Huginn
Mynd: Höttur/Huginn
Höttur/Huginn vann 3. deildina síðasta sumar og spilar því í 2. deild á komandi tímabili. Liðið hefur að undanförnu verið að spila í Kjarnafæðismótinu og unnið að því að styrkja leikmannahóp liðsins fyrir komandi verkefni.

Ekki hefur verið greint frá öllum leikmannaskiptum hér á Fótbolta.net en markmiðið með þessari frétt er að bæta úr því.

Það hefur þó verið greint frá því að Almar Daði Jónsson er genginn í raðir félagsins frá Leikni Fáskrúðsfirði og þá hefur Björgvin Stefán Pétursson verið ráðinn aðstoðarmaður Brynjars Árnasonar sem þjálfar liðið.

Í gær var greint frá því að Hjörvar Sigurgeirsson væri genginn í raðir H/H. Hjörvar kemur frá Magna þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú sumar. Hann er uppalinn í KA og á aðbaki tíu leiki í efstu deild. Hann er 23 ára og spilar oftast sem bakvörður. Von er á honum um miðjan maí en hann er búsettur í Svíþjóð í augnablikinu þar sem hann er í námi. Hjörvar er með tengingu við svæðið þar sem tengdafjölskyldan býr á Héraði.

Stefán Ómar Magnússon er mættur heim eftir að hafa leikið með Kára, ÍA, Haukum og Leikni F. síðustu ár. Stefán getur leyst fremstu stöður á vellinum.

Bjarki Fannar Helgason (2005) er þá kominn með leikheimild, hann er uppalinn í Hetti en lék með 2. og 3. flokki Fjölnis á síðasta tímabili.

Spánverjinn Andre Solorzano, sem lék með liðinu í fyrra, verður áfram með liðinu. Hann lék áður með ÍR tímabilið 2019. „Andre býr hér í vetur og hefur þjálfað yngri flokka Hattar," segir í tilkynningu félagsins. Andre skoraði eitt mark í 22 leikjum í fyrra.

Ion Perello Machi mun einnig spila áfram með liðinu en hann lék sjö leiki með því í fyrra og skoraði þrjú mörk áður en hann meiddist og gat ekki tekið frekari þátt í mótinu.

„Í þessum fáu leikjum síðasta sumar sýndi hann gæði sem eru fáheyrð í neðri deildum á Íslandi og því var það kappsmál að fá hann til liðsins aftur næsta sumar og er það nú frágengið." Ion er alinn upp í unglingastarfi Barcelona.

Loks hefur H/H tilkynnt að Pablo Carrascosa og Stefan Spasic verða áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner