Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 14:22
Elvar Geir Magnússon
Lyon segist ekki vera búið að taka tilboði Newcastle
Bruno Guimaraes í leik með Lyon.
Bruno Guimaraes í leik með Lyon.
Mynd: EPA
Franska félagið Lyon hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir fréttaflutning þess efnis að tilboði Newcastle United í miðjumanninn Bruno Guimaraes einfaldlega rangan,

„Olympique Lyonnais neitar þeim ranga fréttaflutningi margra fjölmiðla að samkomulag hafi verið gert varðandi brasilíska landsliðsmanninn Bruno Guimaraes," segir í yfirlýsingunni.

„Í þessum glugga er oft talað um sögusagnir eins og staðreyndir en félagið vill minna á að aðeins skuli trúa þeim upplýsingum sem við gefum formlega frá okkur."

Guardian segir að þessi 24 ára Brasilíumaður hafi þegar náð samkomulagi við enska úrvalsdeildarfélagið um kaup og kjör. Hann er nú í landsliðsverkefni með Brasilíu en liðið leikur í Ekvador á morgun. Sagt hefur verið að Newcastle hyggist senda Guimaraes í læknisskoðun í Ekvador, ef samkomulag næst við Lyon.


Athugasemdir
banner
banner
banner