Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. janúar 2023 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Joelinton sektaður og missir bílprófið
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Joelinton var handtekinn aðfaranótt 12. janúar þegar hann ók Mercedes bifreið sinni undir áhrifum áfengis. Hann var mældur undir áhrifum og viðurkenndi brot sitt.

Í dag var dæmt í málinu og missir Joelinton bílprófið í tólf mánuði. Sá dómur getur verið styttur niður í níu mánuði ef Joelinton fer í einhvers konar meðferð.

Þá var hann sektaður um 29 þúsund pund fyrir brotið. Hann er sagður vera með ríflega 86 þúsund pund í vikulaun hjá Newcastle svo hann ætti nú að geta klárað þá greiðslu nokkuð örugglega.

Joelinton kom til Newcastle frá Hoffenheim árið 2019 og greiddi félagið 40 milljónir punda fyrir hann. Það tók Brassann talsverðan tíma að aðlagast en hann hefur öðlast nýtt líf undir stjórn Eddie Howe og skoraði m.a. sigurmarkið gegn Southampton í fyrri leiknum í undanúrslitum deildabikarsins á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner