Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. janúar 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lætur Everton heyra það fyrir kaupin undanfarin ár - „Aldrei heyrt um hann"
Gbamin
Gbamin
Mynd: EPA
Jamie O'Hara.
Jamie O'Hara.
Mynd: Getty Images
Jamie O'Hara, fyrrum miðjumaður Tottenham og fleiri liða, tók að sér að láta Everton heyra það fyrir kaup sín í tíð eigandans Farhad Moshiri hjá félaginu. O'Hara var á talkSPORT og sagðist meðal annars aldrei hafa heyrt um einn af þeim leikmönnum sem Everton hefur keypt síðustu ár.

Það eru breyttir tímar hjá Everton frá tíð David Moyes hjá félaginu, þá var liðið reglulega í Evrópukeppnum og að berjast við að nálgast stærstu félögin án þess að eyða háum upphæðum. Síðustu ár hefur félagið eytt háum upphæðum í lekmenn en margir þeirra hafa ekki náð að sýna sitt besta.

Moshiri tók yfir Everton árið 2016 og kom með talsvert fjármagn inn í félagið. Um 730 milljónir punda hafa farið í leikmannakaup frá komu hans til félagsins.

Nikola Vlasic, Davy Klaassn og Gerard Deulofeu eru meðal leikmanna sem félagið hefur fengið en náðu ekki að blómstra. Þeir eru núna að gera það gott annars staðar, Vlasic er funheitur á Ítalíu, Klaassen hefur unnið titla í Hollandi og Deulofeu er á lista hjá Aston Villa og Tottenham.

O'Hara nefndi sérstaklega leikmann sem skoraði tvö mörk fyrir Atalanta um helgina og hefur nú skorað þrettán mörk á tímabilinu.

„Ademola Lookman er einn af þeim sem félagið hefur fengið; góður leikmaður! Morgan Schneiderlin, Yannick Bolasie, Vlasic. Þeir fengu einn á 24 milljónir punda frá Mainz. Ég hef aldrei heyrt um hann!"

O'Hara er þar að tala um Jean-Philippe Gbamin sem spilar nú með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann var keyptur á 25 milljónir punda frá Mainz árið 2019. Hann var mikið meiddur hjá Everton og byrjaði einungis tvo leiki í úrvalsdeildinni áður en hann var lánaður til Tyrklands síðasta sumar.

Sjá einnig:
Svarar umdeildum umboðsmanni fullum hálsi - „Óþarfi að gera þetta persónulegt"
Athugasemdir
banner
banner