Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 26. febrúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Emma Steinsen og Signý Ylfa í Gróttu (Staðfest)
Emma Steinsen ásamt Pétri Rögnvaldssyni og Magnúsi Erni Helgasyni, þjálfara Gróttu
Emma Steinsen ásamt Pétri Rögnvaldssyni og Magnúsi Erni Helgasyni, þjálfara Gróttu
Mynd: Grótta
Kvennalið Gróttu í 1. deild kvenna hefur fengið tvo leikmenn á láni frá Val en Emma Steinsen Jónsdóttir og Signý Ylfa Sigurðardóttir spila með liðinu á komandi leiktíð.

Emma er fædd árið 2003 og á sjö landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands en hún er varnarmaður að upplagi.

Signý Ylfa, sem er fædd árið 2001, er sóknarmaður en hún lék með U16 ára landsliði Íslands árið 2017 og hefur komið við sögu hjá meistaraflokki Val á undirbúningstímabilinu.

Þær tvær munu spila með Gróttu á komandi tímabili á láni frá Val.

„Ég er mjög ánægð með að vera komin og hlakka til að spila með Gróttu á tímabilinu. Mér leist strax vel á aðstæður og stelpurnar hafa tekið mér mjög vel. Þjálfunin hjá Gróttu er góð og ég er viss um að ég geti bætt mig hérna," sagði Emma við heimasíðu Gróttu.

Grótta hafnaði í 2. sæti 2. deildarinnar á síðasta tímabili og mun því leika í 1. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner